..::Ragnheiður::..

laugardagur, apríl 26, 2003

........furðulegur dagur.....huummmm.......

Já ég ætla að segja ykkur ei litla sögu, af mér og einkamál.is........frekar sniðug saga, allavega er ég búin að vera að flissa yfir þessu í dag og finnst þetta eiginlega bara frekar mikið fyndið.

Og byrjar hún svona. Ég var ný komin hingað til Danmerkur og leiddist mér frekar, ný upplifun að vera svona ein og yfirgefin inni í eitthverju herbergi, með ekkert sjónvarp og eiginlega var bara talvan og rúmið og varð talvan fyrir valinu við það að reyna að stytta mér stundirnar, og skráði ég mig á einkamál.is.
Ég var nú ekki búin að vera þarna lengi skráð þegar ég byrjaði að tala við einn þarna sem að lofaði bara frekar góðu, auglýsingin var mikið á þannig vega að hann var að leita sér af maka.......sem sagt ekkert bull........og leit hann út fyrir að vera þessi saklausi drengur......EN HVAÐ VEIT MAÐUR.........Ég talaði við hann í dágóðan tíma og svo þegar hann var að pæla að koma í heimsókn til Odense (þar sem hann var í köben) sendi hann mér bref um að hann mun ekki koma vegna þess að hann hafi hitt eitthverja stelpu úti á djamminu, og ætlaði hann að reyna að vera í eitthverju sambandi við hana, og fannst honum ekki viðeigandi að vera að tala við mig líka......sem sagt leit út fyrir vera ótrúlega fullkomin.
Núna hef ég ekki talað við hann í cr 2 mánuði......og fæ ég þá þetta furðulega símtal, þetta var kona hinumegin á línunni og spurði hún um Röggu, og fannst mér það frekar furðulegt að eitthver íslensk kona sem að ég þekki ekki í gegnum síman var að kalla mig Röggu, en lét ég það nú eiga sig og svarð ég henni að það væri ég, varð hún frekar vandræðaleg og vissi eiginlega ekki á hverju hún ætti að byrja. Hún spurði mig hvort að ég hafi verið að tala við mannin sem að ég var að tala við og svaraði ég já og þá sagði hún mér að hún væri konan hans og hafi hún verið búin að rífast mikið við hann útaf þessu en hann hafi alltaf neitað en játaði svo á endanum.
Mér fannst þetta frekar furðulegt að hún hafi fundið númerið mitt og spurði ég hana hvernig að hún hefði fundið það, og sagði hún mér að hún hafi hringt í mömmu mína..............en ég spyr nú hvernig fann hún mömmu mína þegar hún hafði ekkert um mig nema nafn og er það skrá í þjóðskránna á Danmörk.......huummmm eitthvað skrítið í gangi. Svo hringir mamma í mig og sagði þessi kona við hana að henni vantar símanúmerið mitt vegna þess að hún væri að koma í heimsókn til Odense og bullaði allskona við hana..........þetta er ekkert nema fyndið, hún vildi vita allt hvað við vorum að tala um og allt heila klappið.

.......og svo var meira skrítið í dag........

Ég ákvað að kíkja á heimabankann minn og viti menn það var búið að borga alla reikningana mína sem að ég hef verið að geyma........hva....hver....hvernig....hver veit ...kannski bara villa í heimabankanum.......en plís ekki vera villa.....láttu þetta vera satt....!!!!!!

|

föstudagur, apríl 25, 2003

PPUUUHHHHHHHH hvað á þetta eiginlega að þýða með að vera veikur í sól og sumaryl

Ég kem hérna heim frá Íslandi, skemmtilegu páskaferðinni minni og ég tek með mér flensu................og á ég hreinlega bara engin orð yfir sorginni við að þurfa að hanga inni, með sólina skýnandi innum gluggann minn. Og ég er eitthvernvegin orðlaus.........ég sit hérna að horfa á sjónvarpið og sef allan daginn, ég reyndar fór til læknisins í dag en því miður gat hann ekkert gert fyrir mig.......ég var að vona að hann ætti eitthver töfralyf hérna í danmöku...en nei hann sendi mig bara heim, sagði mér að fara heim að sofa........huummm.
En ég hef alveg ótrúlega fínt fólk í kringum mig og hún Sigurrós vill bara fyrir mann allt gera, og var það alveg æðislegt að vita af henni, þó ég vissi alveg af henni, því að síðast þegar ég var veik var hún líka svona góð........

það er eins gott að ég verði orðin frísk á næsta mánudag vegna þess að þá er verkefnavika og gildir það verkefni í loka einkunnunum, og verður þetta örugglega frekar strembið þar sem að ég er ekki búin að mæta í mikilvæga tíma í þessari viku og með svona kvef og hita og óþægindi er ekkert svakalega gott að lesa.....eina sem er hægt að gera þegar maður er svona er að horfa á sjónvarpið til að stytta manni stundirnar......og þakka ég guði fyrir það að sjónvarpið sé til.

Heyrumst!!!

|

þriðjudagur, apríl 22, 2003

ég ætla að prufa að sétja leikinn inn sem að ég var að reyna að sétja inn um daginn.......

|

OMFG páskarnir búnir og bara 2 mánuðir þangað til sumarfríið byrjar

Núna er ég ekki búin að blogga í þó nokkra daga og er ástæða fyrir því, ég er búin að vera mikið upptekin og svaka stuð. Íslands ferðin var alveg hreint frábær á allastaði......fyrir utan allann tímann sem fór í að að sitja í farartækjum...huummmm...ég var að hugsa í flugvélinni, að á 8 dögum fór ég 2x í flugvél, 2x í lest, 2x í strætó, 2x út á sjó, og oft í bíl..............og flugið var samtals 7 tíma, lestin 3,5 tímar, strætó 40 mín, sjór 6 tímar og bíllinn í minsta 12 tímar og samtals er allt þetta= 29 tímar og 10 mín......og núna er eg frekar uppgefin, en var það vel þess virði......þó að ég hafi tekið með mér kvef og skemmtilegheit til baka.
Ég fékk að hitta hana sætustu, sem heitir Rakel oger hún mun meiri dúlla heldur en nokkur gerir sér grein fyrir, og einokaði ég hana allan tíman meðan ég var á Patró og held ég að hún hafi alveg verið kát með það, hún er svo sem alltaf brosandi.

Svo var auðvitað ball þar um páskanna og hélt ég að brórir minn hann Hjalti hafi langað mikið út á lífið, þannig að ég reddaði partíi, þó að ég hafi ekki verið beint í stuði og frekar þreitt.......en hvað gerir maður ekki fyrir bróðir sinn, og svo kom í ljós að hann vildi ekkert fara þannig að ég varð bara að fara sjálf með engan brósa, getur maður misskilið líkamstjánigu annara svona mikið........hann var allavega alltaf að spurja mig hvort að mig langaði......hhuuuummmmm.......frekar góður að sína akkurat öfugt við það sem að hann vill......en alla vega þá skemmti ég mér alveg konunglega á balli og missti hann af miklu, en hann fór bara útá sjó í staðinn á svartfuglaveiðar og var frekar vont í sjóinn, þannig að maginn var meira á hvolfi heldur en hjá mér..hehe.....

Svo núna er ég komin heim og er tilbúin að takast á við hversdagsleikann....eða allavega vona ég það, ef ég sé ekki að verða veik aftur......en hvað á það að þýða ég er þannig lagað ný búin að ná mér uppúr flensu sem að gekk um daginn.......en bara vera jákvæður og þá batnar allt........ekki satt.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger