..::Ragnheiður::..

föstudagur, mars 28, 2003

Sniðug maura saga svona til að halda áfam með mauranna

Svona af því að ég er búin að vera að eyða mikið af mínum tíma að pirrast útí mauranna sem að eru ekkert að gera nema að reyna lifa í þessum harða heimi.....sérstaklega erfitt líf fyrir þá, þar sem að maður er ekkert svakalega lengi að syrgja þá ef að maður stígur óvart á þá og er maður ekkert að hjálpa þessum fótalausu. Allavega sagan byrjar þannig.....

Einu sinni var ég á spáni og var ég búin að vera það lengi lengi og var þetta síðustu vikurnar mínar þar, vinkona mín kemur í heimsókn, hún Tóta, fyrir þá sem að þekkja. Við ákváðum að fara í útileigu og hafa hana frekar ævintýralega, og plana ekkert....semsagt vissum við ekkert hvert við ætluðum að fara nema eitthvers staðar nálægt Port Aventura þar sem við skelltum okkur þangað áður en að allt byrjaði. Eins og eðlilegt er kom maður rennandi blautur útúr skemmtigarðinum, og ákváðim bara að taka fyrstu lest sem kom......og það var skemmtilest, sem sagt ferkar skemmtileg. Hún fór með okkur í sight seing um bæ sem að heitir Saluu..mikill túrista bær, og ákváðum við að hefja dvölina okkar þar, við fórum úr lestinni á síðasta stoppistað og þar hófum við okkar leit af tjaldsvæði, og vorum við harðar á því að það þurfti að vera klósett og sturta og það á allt að virka...og svo kaupa lás svo að það yrði erfiðara að brjótast inní tjaldið okkar. Eftir langa göngu með allan farangurinn á bakinu sáum við merki um að það væri tjaldsvæði nálægt okkur og hlupum við á stað......Við komum að innkomunni og var vel tekið á móti okkur, einkennisklætt fólk að vinna bakvið afgreiðsluborðið og velti maður því fyrir sér að hér hljóti allt að vera í lagi og ágæt sturta. En það var samt eitt frekar furðulegt, fólkið leit á okkur frekar einkennilega og fór að spurja okkur allskonar furðulegra spurninga...enn hver veit á hvernig furðufuglum maður lendir á, en eftir smá tíma áttaði maður sig á því að það værum við sem að væru furðufuglarnir þarna..humm..og var mikið hlegið þegar við sögðum þeim að við værum labbandi og við værum að koma frá Barcelona. Við vorum víst fyrstu íslendingarnir sem að höfðu komið þangað...og er ég ekki alveg viss hvort að við urðum landi okkar til sóma.....þar sem að við vorum frekar skrítnar í þeirra augum´, en uppúr krafsinu....reyndar þegar við spurðum af því hvort að það væri almennileg sturta og klósett á svæðinu, þá létu þeir okkur vita að þetta væri 5* ´tjaldsvæði og fengu þeir verlaun fyrir besta tjaldsvæði í Evrópu árið áður. Það var komin myrkur þegar við fengum að fara á okkar pláss og fengum við örugglega um 80 fermetra svæði, og á leiðinni þangað uppgvötuðum við hvers vegna við vorum skrítnar.....það voru allir með klikkaða tjaldvagna og gerfihnattadiskanna og sjónvarpið úti í garði og auðvitað allir á bílum, og við með allt okkar svæði tókum við örugglega 1/8 með nýja flotta kúlutjaldinu okkar....og svo var byrjað að tjalda, það tók sinn tíma en hafðist þó og vorum við mjög ánægðar með dagsverkið og ákváðum við að leggjast í hvílu og athuga hvað morgundagurinn bæri í´för með sér. Nú er komið að maurunum.....því að þegar við vöknuðum um morguninn þá skreið allt inní tjaldinu....við tjölduðum á einu mauraþúfunni á svæðinu okkar á þessu 80 fermetra svæði, og þegar við opnuðum tjaldið þá sást bara allt svart og yðandi...hhummm mjög gaman. En bara til að ljúka við söguna þá var tjaldsvæðið þannig......tvær sundlaugar, ein fyrir börn og hin fullorðna og í henni var bar og auðvitað rosalega flott barnalaug svo var skemmtistaður þarna, gólfvöllur, það var hægt að stunda allar líkamsræktir sem að manni datt í hug og svo voru hinfínustu veitungarhús....og auðvitað margt fleira....þarna eyddu við nokkrum dögum í sælu og sólbaði á mauraþúfu........

Og svona þegar uppi er staðið þá var þetta ekkert neitt svakaleg maurasaga......en mig datt þetta allavega í hug útaf maurunum.......

|

þriðjudagur, mars 25, 2003

Þessir helvítis maurar.....

Þeir eru útum allt, maður er orðin frekar smeikur um það þeir fari að skríða inní eyrun á manni þegar að maður sefur.........eða nefið....ullabjakk, er þetta svona hjá öllum eða er ég að laða þetta að mér......eða kannski hann Peter, það er svo aðlaðandi lykt af honum fyrir svona maura, ekki mundi ég vilja að sofa við hliðina á honum ef að kenningin virðist rétt....hann er allvega vanur segir að þeir komi alltaf á vorin að leita sér af mat......kannski geta þeir borðað húðflögurnar á honum...hehe, nei ég má ekki vera að segja svona ógeðslegt, ég fæ hroll við tilhugsunina........

Það er búið að vera órtúlega hlýtt úti núna undanfarið....ekkert smá æðislegt, maður ætti nú ekki að vera hérna inni að læra eitthvað...eða með öðrum orðum að reyna að læra eitthvað....eins og er augljóst, þar sem að ég er að blogga.......Mér til mikillar ánægu þá uppgvötaði ég downloadið....þó fyrr hefði verið. Og hefur það ekki minkað tíman minn í tölvunni......nei nei, það er ekki hægt að ná mér í burtu lengur.

|

mánudagur, mars 24, 2003

Ný vika byrjuð

Ég ákvað að skella mér á djammið um helgina og fór ég í afmæli íslendinga félagsins, ægilega spennandi!! Þetta var nú samt ótrúlega sniðugt að skella sér í íslenskasveitaballa...eða sveitapöbba stemningu, þetta mynti mig alveg hreint ótrúlega mikið á Knudsen sem var og hét, á góðu kvöldi. Þetta var auðvitað bara góð sprauta......(af bjór)...til þess að halda áfram og að eyða ekki áfengismagninu sem að maður innbyrgði í ekki neitt, og var ákveðið að mála bæinn rauðan......Ég og hún Kristrún ákváðnum að fara á meðal bæjarbúa og kynnast dönunum eins og þeir eru bestir.......en við komumst ekki langt.....þar sem að ég týndi samferða konunni. Hún veit ekki betur en það, að hún vakanði heima hjá sér, en er enn að reyna að átta sig á því hvernig að hún komst inn.....þar sem að hún tók ekki lykil með sér á djammið. Þannig að ég stóð þarna ein með rauðu málinguna og penslana...hhmmm....hvað á maður nú að gera?? Ja, segjum bara að ég reddaði mér og skemmti mér alveg konunglega, en mér hefndist alveg svakalega fyrir þetta, gærdagurinn var ekki mjög gæfulegur.....ég varð að fara í smá strætó ferð og endaði hún þannig að ég komst út loksins eftir langa langa ferð, mér varð mikið íllt í maganaum..........og fáið þið að fylla hérna upp í eyðuna ef þið náið ekki fallega broskallinum sem að ég setti hér með, já þið getið rétt ímyndað ykkur. Þannig að gærdagurinn fór fram uppi í rúmi, og er ég ekki enn í dag búin að jafna mig......en ég verð örugglega hress á morgun.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger