..::Ragnheiður::..

laugardagur, mars 15, 2003

Eru allir spenntir...??

Já það sem að ég þarf að segja frá í dag mun koma öllum á óvart........HANN SVEIK MIG....ljóti kallinnjá viti menn hann fór bara út án þess að láta kóng né prest vita, hver hegðar sér svona....ég þarf að skamma hann. En ég var bara frekar fegin þar sem að ég hafði svo sem ekkert svakalegan áhuga á að eyða dýrmætum tíma í hann........og svo var ég frekar.....þannig að ég hefði hvort sem er bara drukkið nokkra bjóra og sofnað í fanginu á honum, sem sagt betur fer!!!!
Og hann er ekki enn kominn heim......huummmmm hvað er hann að gera....kannski þorir hann ekki að koma, því að hann veit að ég tek hann á teppið...því að hann varð öllum aðdáendum mínum fyrir vonbrygðum.

En hvað á maður að gera í dag...það væri snilld að fara að kaupa sér moggan og fara á kaffihús, þar sem að það er alveg hreint æðislegt veður, og maður alveg í sumarskapi.

Þannig að allir sem að voru spenntir heima....I'm so sorry......

þetta er svolítið fyndinn leikur.......reynið að hitta

|

föstudagur, mars 14, 2003

Er sumarið komið??????

Já ég held það nú bara, það er æðislegt veður.....eins og alvöru sumar veður heima á fróni....mmmmm......þetta er æðislegt.
Ég var bara að koma heim úr skólanum eftir að hafa farið á Fridagsbarinn með vel völdu fólki og fengum við okkur einn bjór, það er meira að segja búið að koma bekkjum fyrir hjá matstofunni. En það er skrítið með þessar konur sem að vinna í mötuneitum í skólum, þær eru alltaf svo dónalegar, ekki skemmtilegar.......þær virðast vera með svona félag eða eitthvað, þar sem að það stendur í lögum að þær eigi að vera svona...eða ég veit ekki...alveg þess virði að pæla í þessu.Jæja núna er kvöldið þar sem allt á að gerast...hhmmmm...fyrr mundi ég....... en það kemur allt í ljós í kvöld...

|

miðvikudagur, mars 12, 2003

........... Já verið þið öll sæl og blessuð...........

Núna er komin Miðvikudagur.....miðvikudagur til mæðu.....eða ekki. Hjá mér var allavega mikið að gera, eiginlega alveg fullt, þegar ég hugsa aðeins betur, þá var ég alveg á fullu í allan dag, og sit ég hér með heitar kinnar eftir hjólreyðatúranna í dag ( það er ótrúlegt hvað maður er alltí einu orðin duglegur). Það er skrítið hvað einn dagur getur verið langdreginn og svo næsta dag er eins og þú sért að reyna að ljúka þinni veru á þessari jörð.......ég allavega fór í skólan í morgun, og viti menn það var ekki frí, og þegar kennarinn var búin að segja allt sem að hægt var að segja hleypti hann okkur út, og var það vel þegið þar sem að engin pása var í allan morgun og var pissublaðran alveg að springa......þannig að leið og hann sagði jæja, rauk ég upp, braust fram úr öllum, labbaði næstum á klósetthurðina......en það tókst ég komst á klósettið áður en það varð slys. Svo rauk ég út og einn samnemandinn minn lá á götunni, hún datt af hjólinu sínu........en ég mátti ekki að vera að hugsa um það, ég var að fara að gera svolítið annað. Ég var að fara á fund dönskukennara og hafði ég frekar stuttan tíma í svona vitleysu þar sem að ég var búin að lofa mér að vinna verkefni með hópnum mínum.......Ég rétt náði aftur í skólan, áður en að þær fór.......en þær fyrirgáfu mér, með skilyrðum.
Fór ég heim til þess að læra það sem að ég missti af meðan ég var veik og eyddi ég mörgum klukkutímum fyrir framan tölvuna.....í að læra.......og svo er það bara þetta sígilda það sem að allir gera elda mat og borða hann og fleira..

Það væri gaman að láta það fylgja hér með, við sambýlismaður minn áttum smá samtal áðan og viti menn hann plataði mig í að fara með sér á kauju fylleri (kann ekki að skrifa kauju fylleri) á næsta föstudag.....þannig það verður örugglega mikið til þess að segja frá á laugardaginn......en þið verðið bara að bíða spennt.....eins og ég.

|

þriðjudagur, mars 11, 2003

Bar að prufa........................

|

..........Skrítinn skóli.......

hmmm....Þessi skóli sem að ég er í er frekar furðulegur, ekkert eins og maður á að venjast. Núna er ég búin að vera hérna í Odense í einn og hálfan mánuð, en ég veit samt ekki almennilega hvað ég er að læra.....ÞAÐ ER ALDREI SKÓLI....Ég ætla bara að byrja á byrjuninni því að það er frekar erfitt að byrja í miðju kafi.
Skólinn byrjaði 3 feb. fyrsta vikan var þannig: Fyrsta vikan var mjög skemmtileg og gengu dagarnir eingöngu út á það að kynnst hinum krökkunum sem að maður ætti eftir að vera með næstu 2 árin ef ekki 3. Í þessari viku fengum við smá fyrirlestur um það sem að við gætim gert eftir námið og hvernig að námið væri......en auðvitað varð maður þannig lagað engu nær þar sem að við vorum ekki byrjuð að læra neitt. Vika tvö: Núna byrjaði alvaran....eða að við héldum, þessi vika fór í það að kynna sig og kennarana og hvaða bækur væru og allt þetta venjulega, og gekk þetta allt vel. Þriðja vikan: Frí vegna vetrarfría....hmmmm...ekki mikið lært. Fjórða vikan: mán, kennari veikur. Þrið, frí. Mið, nýr áfangi...þannig að það var verið að gera það sama og í fyrstu kennslu vikunni. Fimmt, kennari veikur. Föst, kennarinn ekki mikill kennari.....þannig að maður lærði ekki neitt.....hann lét okkur leika að búa til heimasíðu í dreamweaver......og gátu það auðvita ekki næstum allir...þannig að maður fór út engu nær. Næsta vika...sem sagt vika 5: ohhh ég hélt að núna mundi þetta gerast, þessi vika átti að verða góð, núna gat ekki mikið gerst, allir kennarar búnir að vera veikir, þannig að þetta var vikan. Mán, mætti í skólan, en kennarinn talar frekar lélega ensku, býr til orð, segir danskt orð með enskum hreim. Meira að segja eru 2 stelpur í bekknum með enskt móðurmál og þær þrættu við hann um nokkur orð sem að eru bara ekki til á enskri tungu. Þriðj, Frí. Mið, júhhúuu....eða þannig ég varð veik, og hélt ég að þetta væri toppurinn á ísjakanum en nei......það kemur síðar, og er ég veik alveg fram á sunnudag. Vika 6: Og er það þessi vika sem er núna, Mán, fengum að vita það að kennarinn okkar væri komin á sjúkrahús og er verið að leita að aðstoðarkennara´en ef hann fynnst ekki verður tímunum hans canselað þann tíma sem tekur að jafna síg af veikindunum..hmmm, og núna er Þriðjudagur og eins og þið hafið kannski komist að er frí oftast á þriðjudögum........þannig hérna sit ég búin að lesa mig í hel, skólabækur..........fyrir hvaða skóla ég bara spyr. En þetta er ekki mér að kenna og hlakkar mig mikið til að mæta á morgun og sjá hvað gerist.....hver verður veikur!!!!

Þannig að ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig mig gangi í skólanum.....þá er ég alveg jafn mikið að velta því fyrir mér.........

Smá í lokin..........Kíkið hingað EKKI FYRIR HJARTVEIKA EÐA VIÐKVÆMA

|

mánudagur, mars 10, 2003

Hæ athugið þetta

Hér er ein heitasta sveit Danmerkur í dag,Saybia, virkilega fín sveit, endilega hlustið á.

|

.......Já fyrsta tilraunin búin og nú er það tilraun númer 2, fynnst ykkur ekki síðan mín flott, ég á svo góða systir sem að er svo dugleg að búa til svona síður eða hún hefur kannski bara þolinmæðina í þetta; og ég hélt að ég væri sú þolinmæða í fjölskyldunni. Ég er búin að prufa örugglega 4 eða 5 sinnum að búa til svona en það kom aldrey neitt þannig að mér var bjargað. Maður á víst að segja eitthvað skemmtilegt hér á þessum síðum......og kannski að segja smá frá hvað hver dagur ber í för með sé og ætli það sé ekki bara best að byrja á þessum degi 10.03.03 afmæisdeginum hans pabba.

Dagurinn í dag......ég fór í skólan, loksins eftir viku veikindi, og það tók mig 40 mín að komast með strætó þar sem að ég ætlaði að geyma það að hjóla í dag vegna fyrrnefndra vekinda. Þarna eru allir mættir, en enginn kennari......því að hann lenti á sjúkrahúsi, og veit enginn hvað er að....nema þá kannski hann sjálfur. Þannig að ég ákvað að eyða fleiri 40 mín aftur í strætó en ákvað að stoppa í búðinni til þess að kaupa mér ylmgjafa og sterk þvottaefni svo að ég geti eytt ógeðslegu lyktinni sem að hefur hangið yfir mér síðan ég kom.....ég er búin að þrífa hátt og látt og lyktin er GÓÐ í fyrsta skipti síðan ég kom hingað til Odense (fyrir þá sem að ekki vita hvar ég er) og svo er ég búin að vera á msn og horfa á sjónvarpið og láta laga leka í vaskinum í eldhúsinu. Svaka dugleg ekki satt.

|

sunnudagur, mars 09, 2003

Fyrsta tilraun aðallega að athuga hvort að þetta kemur rétt út.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger