..::Ragnheiður::..

laugardagur, júní 21, 2003

Nú er að koma að því

Ég er að fara heim á morgun....það er æðislegt.
Árný er farin til Koben að ná í vinkonu sína og kemur hún aftur í dag....allavega vona ég það fyrir hennar hönd því að allt hennar dót er hér og ég að fara, við erum búnar að skemmta okkur alveg konunglega saman og hefur þessi tími með henni búin að vera sá besti hérna í DK síðan ég kom...þótt að listinn sé ekki langur af því sem að við höfum gert okkur til dundurs.....við erum meira bara búnar að vera að njóta okkar með okkur.....en það var samt á mörkunnum a við værum að fá leið á okkur, en ég sakna hennar samt alveg ótrúlega mikið þó að hún sé bara búin að vera í burtu í tvo daga....sérstaklega þegar ég er að fara að sofa þá vantar eitthvern til að vera að bögga mann.
Það sem að við höfum verið að gera síðustu tvær vikur er labba bæinn endilangan, djamma alveg ótrulega mikið, borða marga macdonalds, fara oft á kaffihús, spila: yatzy,þrettán, og höfum við lært þó nokkur drykkjuspil, við höfum kynnst alveg hreynt ógrinni af fólki eins og Per, franski gæinn(man ekki nafnið.....kölllum hann alltaf franska gæjan)...og svo alveg fullt af fólki sem að ég nenni ekki að nefna, það heilsa okkur núna alveg fullt af fólki, maður fer varla útur húsi lengur án þess að heilsa eitthverjum.

En allavega þá er hugurinn meira heima á íslandi heldur er en hjá Árný þessa dagana, og hlakkar mig svo mikið til að ég vildi að ég væri bara komin, mig hlakkar held ég mest til að sjá hana Rakel mína aftur...og svo auðvitað alla hina sem að mig þykir vænt um, svo er búið að plata mig að fara í kolaportið að selja gamalt dót...þá kannski fæ ég eitthvern pening, svo verður gaman að koma heim og það sofa í nýja herberginu mínu heima í nýja húsinu og líka sjá húsið hennar Guðrúnar og auðvitað hitta þær líka.....það er bara fullt sem að mig hlakkar til..........og svo auðvitað má ekki gleyma að fara á nýja kaffihúsið á Partó þar sem ég gerði skiltið og matseðilsútlitið og getið þið séð þaðhér, en núna er ég bara að pæla í því að fara að pakka niður.......gaman gaman....en það sem mig hlakkar mest til að fara héðan er að fara í burt frá Peter viðbjóð og er ég búin að finna myndir af honum og konunni NJÓTIÐ........en núna er ég hætt.....bæjó ég verð á íslandi næst þegar ég skrifa!!!!!

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger