..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, maí 13, 2003

Þvílíkur letidagur

Já, skólinn var búinn um 11 leitið og vitið þið hvað ég gerði, ég kom heim og lagði mig og ég sofnaði í 4 klukkutíma.....hummm...hvað á það að þýða, það er reyndar búið að vera brjálað að gera, mikið að læra og langir dagar í skólanum. En ég var að uppgvöta hvað það væri stutt eftir, 5 vikur og ein af þeim er -isme verkefnið og er það bara skemmtilegt.....hef ég heyrt, og svo á næstu fjórum vikum eftir það eru 5 frídagar, þannig að þetta verður allt á líbó nótunum það sem eftir er af þessari önn. Skólinn er búinn 19 júní og svo byrjar hann aftur 4 ágúst.....frekar stutt sumarfrí, en það verður bara að hafa það.
Og ef maður á að halda áfram að lýsa deginum þá er klukkan um 5 og mig langar að fara að sofa aftur...ég held að ég hafi sofið aðeins of lengi og nú verð ég þreytt það sem eftir er af þessum degi og svo þegar ég fer að sofa þá get ég það ekki. En lukkan hefur færst yfir mig síðustu daga, því hann Peter sambýlismaður minn hefur ekki verið heima síðan fyrir helgi, og það er enn hreynt og fínt síðan ég tók til á laugardaginn.....nema það er alltaf lykt hérna til að minna mig á hann.
Ég er svo löt að ég nenni ekki að fá mér að borða.....og er ég frekar svöng, en það kemur í ljós hvað vinnur letin eða maginn.

.....Þangað til seinna á öðrum letidegi.......

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger