..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, apríl 08, 2003

Ég var að uppgvöta dálítið

Ég held að ég þurfi að fara til læknis.....þessa sem að geta skoðað heilan í manni, það er allavega eitthvað að mínum. Þegar ég fór á djammið um helgina, hélt ég að ég væri nú alveg með fúlli fimm en nei. Ég fór í hraðbankan þegar ég var nýkomin niður í bæ og tók út smá pening......ég fékk peningin og kvittunina og svo var ég að pæla hvort að kortið mitt hafi ekki komið og maður auðvitað algjör hálviti, maður gerir ráð fyrir en athugar ekkert. Sem sagt, leið og ég var búin í hraðbankanum lokar hann bara svona eins og hann gerir á hverju kvöldi. Ég stend þarna með peningana og kvittunina en ekkert kort......ppuuuuhhhhh.....
Ég veit ekki enn hvað er að mér, en allavega var ég á leiðinni út áðan, til þess að fara að ná í bölvað kortið, og var að pæla að fara bara út í búð í leiðinni og kíkti ég í veskið til þess að athuga hversu mikinn pening ég ætti......og viti menn þarna lá kortið í mesta sakleysi á nákvæmlega þeim stað sem að ég set það alltaf......maður hugsar með sér, afhverju athugaði ég ´þetta ekki fyrr.........Þetta er örugglega góð ástæða fyrir því að leita prófessional aðstoðar. Eða kannski að mæla magnið sem að maður er að innihalda af víni.

Maður getur nú ekki annað en hlegið af svona vitleysu.

Ég og Bryndís fórum á fund sem að var hérna á kollegi-inu og var hann frá 7 til 11 og var það frekar ömulega langur tími...það var verið að kjósa um sjónvarpið og síman og nýja stjórn.....ekkert sem er skemmtilegt að segja um hann.
............en...........
Viti menn ég var að fá e-mail frá skólanum mínum og eru þau að bjóða okkur útlensku nemendunum ferð í Legoland, og við fáum meira að segja pening fyrir mat og það er bara allt frítt.......hvaða skóli mundi gera þetta fyrir mann á Íslandi.......

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger