..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, mars 18, 2003

Sífelldar breitingar.....

Núna held ég að þetta sé komið í öllum breitingar málum ég held að ég sé orðin ánægð með þetta núna, vonandi.....ég nenni nú varla að fara að breita þessu í 4 skiptið, en hver veit.
Núna er skólinn byrjaður alveg á fullu og er verkefna vika núna, og eigum við að skila verkefninu ekki seinna en á mánudaginn, en minn hópur er svo duglegur að við bara klárum þetta á morgun, hefðum getað það í dag en þar sem okkur vantaði efni sem var heima hjá einum hópmeðliminum þá þurftum við að stoppa. En það sem er að hópnum mínum er að þær....aðalega ein er svo neikvæð að það hálfa væri nóg. Kennarinn er heimskur, verkefnið bjánalegt og guð má vita hvað, en hún vinnur sitt verk og er dugleg og reyndar er hún ágætis manneskja, en þarf að passa sig.......ég held að það verði langt í það að hún nái fullri stjórn á sér........hún ætti að prufa hugleiðslu eða jóga. Það er reyndar ekki glatt á hjalla hjá fleiri hópum, þar sem að ein var grátandi í gær þar sem að hópurinn hennar gerði ekki neitt í síðasta verkefninu, og sá hún um alla vinnuna......og þurftum við öll að halda áfram í þeim hópum....maður hálfvorkennir henni, þar sem að hún er mjög dugleg og klár.
Við vorum reyndar með einn kínverja í hópnum okkar, en hann gerði ekki neitt, hann hitti okkur ekki einu sinni þegar við vorum að gera verkefnið, og þegar við áttum að fara upp á töflu að kynna verkefnið þá talaði kærastan hans við okkur um að hann mundi ekki koma með okkur uppá töflu þar sem að hann talaði frekar litla ensku.....þannig að auðvitað kvörtuðum við, og fengum pakistana í staðinn, hann er svo sem allt í lagi en vill ráða frekar miklu.......eins og (við erum að gera verkefni um Ísland) hann vildi ráða ýmislegu um Ísland sem að ég ein gat ráðið......því að ég er íslendingur. En ég held að við séum á góðri leið með að kúa hann!!!!!!

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger