..::Ragnheiður::..

mánudagur, mars 24, 2003

Ný vika byrjuð

Ég ákvað að skella mér á djammið um helgina og fór ég í afmæli íslendinga félagsins, ægilega spennandi!! Þetta var nú samt ótrúlega sniðugt að skella sér í íslenskasveitaballa...eða sveitapöbba stemningu, þetta mynti mig alveg hreint ótrúlega mikið á Knudsen sem var og hét, á góðu kvöldi. Þetta var auðvitað bara góð sprauta......(af bjór)...til þess að halda áfram og að eyða ekki áfengismagninu sem að maður innbyrgði í ekki neitt, og var ákveðið að mála bæinn rauðan......Ég og hún Kristrún ákváðnum að fara á meðal bæjarbúa og kynnast dönunum eins og þeir eru bestir.......en við komumst ekki langt.....þar sem að ég týndi samferða konunni. Hún veit ekki betur en það, að hún vakanði heima hjá sér, en er enn að reyna að átta sig á því hvernig að hún komst inn.....þar sem að hún tók ekki lykil með sér á djammið. Þannig að ég stóð þarna ein með rauðu málinguna og penslana...hhmmm....hvað á maður nú að gera?? Ja, segjum bara að ég reddaði mér og skemmti mér alveg konunglega, en mér hefndist alveg svakalega fyrir þetta, gærdagurinn var ekki mjög gæfulegur.....ég varð að fara í smá strætó ferð og endaði hún þannig að ég komst út loksins eftir langa langa ferð, mér varð mikið íllt í maganaum..........og fáið þið að fylla hérna upp í eyðuna ef þið náið ekki fallega broskallinum sem að ég setti hér með, já þið getið rétt ímyndað ykkur. Þannig að gærdagurinn fór fram uppi í rúmi, og er ég ekki enn í dag búin að jafna mig......en ég verð örugglega hress á morgun.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger