..::Ragnheiður::..

sunnudagur, mars 30, 2003

Guð hvað tíminn líður hratt

Nú er líður senn að enda sunnudagsins 30 mars, tíminn fer hreinlega framhjá manni. Maður er að heyra í fólki frá klakanum og það eru allir að gera sig reddy fyrir lokin á skólunum, því að páskafríið kemur nú eftir 2 vikur og eftir páska er skólinn bara búinn hjá fólkinu heima....og þau komin í sumarfrí....reyndar eru prófin eftir en samt, það er alltaf gaman að vera komin í upplestra frí, þá sér maður í endan á þessu. Mig hlakkar alveg ótrúlega mikið til þess að fara heim og kíkja á litlu frænku mína sem að ég sakna alveg óhemju mikið, maður bara rétt búin að kynnast henni þegar maður þurfti að fara. Og svo verða mamma og pabbi komin í nýtt hús og er allt annað breytt ein vinkona mín var líka að breyta um búsetu og svo er önnur sem flytur til Skotlands og fer hún rétt áður en að ég kem heim.

Hann bróðir minn er alveg svakalega óheppinn, hann lendir alltaf í eitthverju sem að enginn á von á að gerist, eins og um helgina þá var hann í partý heima hjá góðum vini sínum og voru það bara félagarnir saman að drekka áður en að haldið var út á lífið.......hann kom þangað á bíl og byrjaði svo að drekka, einn af strákunum var að heimta að hann mundi keyra hann niður í bæ og auðvitað.....hann skynsami bróðir minn fannst þetta auðvitað alveg fáránlegt að fara að keyra fullur og sagði auðvitað nei. Heyrðu gæjinn ræðst á hann og kýlir hann í klessu.. og þurfti hann að fara á slysó að láta sauma og er hann með glóðurauga á báðum augum og allur marinn. Og er þetta ekki fyrsta skiptið sem að svona kemur fyrir hann.....og var ég viðstödd einu sinni og var hann þar alveg jafn saklaus.......greyið littli brói.
HVERNIG ER HEIMURINN AÐ VERÐA........

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger