Núna er komin Miðvikudagur.....miðvikudagur til mæðu.....eða ekki. Hjá mér var allavega mikið að gera, eiginlega alveg fullt, þegar ég hugsa aðeins betur, þá var ég alveg á fullu í allan dag, og sit ég hér með heitar kinnar eftir hjólreyðatúranna í dag ( það er ótrúlegt hvað maður er alltí einu orðin duglegur). Það er skrítið hvað einn dagur getur verið langdreginn og svo næsta dag er eins og þú sért að reyna að ljúka þinni veru á þessari jörð.......ég allavega fór í skólan í morgun, og viti menn það var ekki frí, og þegar kennarinn var búin að segja allt sem að hægt var að segja hleypti hann okkur út, og var það vel þegið þar sem að engin pása var í allan morgun og var pissublaðran alveg að springa......þannig að leið og hann sagði jæja, rauk ég upp, braust fram úr öllum, labbaði næstum á klósetthurðina......en það tókst ég komst á klósettið áður en það varð slys. Svo rauk ég út og einn samnemandinn minn lá á götunni, hún datt af hjólinu sínu........en ég mátti ekki að vera að hugsa um það, ég var að fara að gera svolítið annað. Ég var að fara á fund dönskukennara og hafði ég frekar stuttan tíma í svona vitleysu þar sem að ég var búin að lofa mér að vinna verkefni með hópnum mínum.......Ég rétt náði aftur í skólan, áður en að þær fór.......en þær fyrirgáfu mér, með skilyrðum.
Fór ég heim til þess að læra það sem að ég missti af meðan ég var veik og eyddi ég mörgum klukkutímum fyrir framan tölvuna.....í að læra.......og svo er það bara þetta sígilda það sem að allir gera elda mat og borða hann og fleira..
Það væri gaman að láta það fylgja hér með, við sambýlismaður minn áttum smá samtal áðan og viti menn hann plataði mig í að fara með sér á kauju fylleri (kann ekki að skrifa kauju fylleri) á næsta föstudag.....þannig það verður örugglega mikið til þess að segja frá á laugardaginn......en þið verðið bara að bíða spennt.....eins og ég.
|