..::Ragnheiður::..

þriðjudagur, mars 11, 2003

..........Skrítinn skóli.......

hmmm....Þessi skóli sem að ég er í er frekar furðulegur, ekkert eins og maður á að venjast. Núna er ég búin að vera hérna í Odense í einn og hálfan mánuð, en ég veit samt ekki almennilega hvað ég er að læra.....ÞAÐ ER ALDREI SKÓLI....Ég ætla bara að byrja á byrjuninni því að það er frekar erfitt að byrja í miðju kafi.
Skólinn byrjaði 3 feb. fyrsta vikan var þannig: Fyrsta vikan var mjög skemmtileg og gengu dagarnir eingöngu út á það að kynnst hinum krökkunum sem að maður ætti eftir að vera með næstu 2 árin ef ekki 3. Í þessari viku fengum við smá fyrirlestur um það sem að við gætim gert eftir námið og hvernig að námið væri......en auðvitað varð maður þannig lagað engu nær þar sem að við vorum ekki byrjuð að læra neitt. Vika tvö: Núna byrjaði alvaran....eða að við héldum, þessi vika fór í það að kynna sig og kennarana og hvaða bækur væru og allt þetta venjulega, og gekk þetta allt vel. Þriðja vikan: Frí vegna vetrarfría....hmmmm...ekki mikið lært. Fjórða vikan: mán, kennari veikur. Þrið, frí. Mið, nýr áfangi...þannig að það var verið að gera það sama og í fyrstu kennslu vikunni. Fimmt, kennari veikur. Föst, kennarinn ekki mikill kennari.....þannig að maður lærði ekki neitt.....hann lét okkur leika að búa til heimasíðu í dreamweaver......og gátu það auðvita ekki næstum allir...þannig að maður fór út engu nær. Næsta vika...sem sagt vika 5: ohhh ég hélt að núna mundi þetta gerast, þessi vika átti að verða góð, núna gat ekki mikið gerst, allir kennarar búnir að vera veikir, þannig að þetta var vikan. Mán, mætti í skólan, en kennarinn talar frekar lélega ensku, býr til orð, segir danskt orð með enskum hreim. Meira að segja eru 2 stelpur í bekknum með enskt móðurmál og þær þrættu við hann um nokkur orð sem að eru bara ekki til á enskri tungu. Þriðj, Frí. Mið, júhhúuu....eða þannig ég varð veik, og hélt ég að þetta væri toppurinn á ísjakanum en nei......það kemur síðar, og er ég veik alveg fram á sunnudag. Vika 6: Og er það þessi vika sem er núna, Mán, fengum að vita það að kennarinn okkar væri komin á sjúkrahús og er verið að leita að aðstoðarkennara´en ef hann fynnst ekki verður tímunum hans canselað þann tíma sem tekur að jafna síg af veikindunum..hmmm, og núna er Þriðjudagur og eins og þið hafið kannski komist að er frí oftast á þriðjudögum........þannig hérna sit ég búin að lesa mig í hel, skólabækur..........fyrir hvaða skóla ég bara spyr. En þetta er ekki mér að kenna og hlakkar mig mikið til að mæta á morgun og sjá hvað gerist.....hver verður veikur!!!!

Þannig að ef þið eruð að velta fyrir ykkur hvernig mig gangi í skólanum.....þá er ég alveg jafn mikið að velta því fyrir mér.........

Smá í lokin..........Kíkið hingað EKKI FYRIR HJARTVEIKA EÐA VIÐKVÆMA

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger