..::Ragnheiður::..

mánudagur, mars 10, 2003

.......Já fyrsta tilraunin búin og nú er það tilraun númer 2, fynnst ykkur ekki síðan mín flott, ég á svo góða systir sem að er svo dugleg að búa til svona síður eða hún hefur kannski bara þolinmæðina í þetta; og ég hélt að ég væri sú þolinmæða í fjölskyldunni. Ég er búin að prufa örugglega 4 eða 5 sinnum að búa til svona en það kom aldrey neitt þannig að mér var bjargað. Maður á víst að segja eitthvað skemmtilegt hér á þessum síðum......og kannski að segja smá frá hvað hver dagur ber í för með sé og ætli það sé ekki bara best að byrja á þessum degi 10.03.03 afmæisdeginum hans pabba.

Dagurinn í dag......ég fór í skólan, loksins eftir viku veikindi, og það tók mig 40 mín að komast með strætó þar sem að ég ætlaði að geyma það að hjóla í dag vegna fyrrnefndra vekinda. Þarna eru allir mættir, en enginn kennari......því að hann lenti á sjúkrahúsi, og veit enginn hvað er að....nema þá kannski hann sjálfur. Þannig að ég ákvað að eyða fleiri 40 mín aftur í strætó en ákvað að stoppa í búðinni til þess að kaupa mér ylmgjafa og sterk þvottaefni svo að ég geti eytt ógeðslegu lyktinni sem að hefur hangið yfir mér síðan ég kom.....ég er búin að þrífa hátt og látt og lyktin er GÓÐ í fyrsta skipti síðan ég kom hingað til Odense (fyrir þá sem að ekki vita hvar ég er) og svo er ég búin að vera á msn og horfa á sjónvarpið og láta laga leka í vaskinum í eldhúsinu. Svaka dugleg ekki satt.

|

Takið Prófið
Hver er besti vinurinn
Geggjað Próf
-->

Powered by Blogger